Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Sonný Lára gæti spilað gegn PSG
Sonný Lára Þráinsdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, gæti spilað gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Sonný meiddist í 5-1 sigri Breiðabliks á Fylki í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fyrir tæpum mánuði síðan.

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir stóð í rammanum á móti Sparta Prag í 32-liða úrslitum en það eru helmingslíkur á því að Sonný verði með í kvöld.

„Það er spurning með Sonný. Hún er 50/50, það verður ákveðið eftir æfingu á eftir (í gær)," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í gær.

Endurhæfingin hefur gengið vel en Þorsteinn vissi þó að þessi leikur yrði tæpur.

„Hún hefur gengið samkvæmt áætlun og eftir að þetta gerðist og vissum að þessi leikur yrði tæpur," sagði Þorsteinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner