Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. október 2020 08:00
Victor Pálsson
Klopp: Ekkert leyndarmál hvað mér finnst um Ancelotti
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ber gríðarlega virðingu fyrir Carlo Ancelotti sem þjálfar í dag Everton en þessi tvö lið mætast um helgina.

Um er að ræða grannaslag í ensku úrvalsdeildinni en Everton hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa.

Ancelotti hefur náð afar góðum árangri á sínum þjálfaraferli og virðist vera að koma Everton á rétta braut.

„Þetta er topplið og þeir eru með frábæran stjóra. Það sem mér finnst um Carlo Ancelotti hefur aldrei verið leyndarmál," sagði Klopp.

„Ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum sem manneskju og þjálfara. Hann er frábær manneskja ef ég á að tala hreint út."

„Um leið og ég heyrði að hann væri mættur til Everton þá hugsaði ég: 'Ah, næsti keppinatur er mættur.'

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner