AC Milan lenti í kröppum dansi gegn Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld en náði að sýna mikinn karakter með því að koma til baka.
Gianluca Caprari kom Verona yfir eftir aðeins sjö mínútna leik og um miðbik fyrri hálfleiks varð útlitið dekkra fyrir Milan þegar Antonin Barak skoraði af vítapunktinum.
Staðan var 0-2 í hálfleik; mjög óvænt. Milan gafst hins vegar ekki upp. Olivier Giroud náði að skora snemma í seinni hálfleik og var það algjört lykilatriði. Franck Kessie jafnaði úr vítaspyrnu og tveimur mínútum eftir það tók Milan forystuna er Koray Gunter skoraði sjálfsmark.
Lokatölur 3-2; mjög svekkjandi fyrir Verona, en frábær sigur fyrir Milan í mjög erfiðum leik. Milan hefur farið mjög vel af stað og er liðið taplaust á toppnum með 22 stig. Napoli getur endurheimt toppsætið með því að vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Mílanó-félagið.
Nágrannar AC Milan í Inter þurftu að sætta sig við tap í dag. Inter komst snemma yfir gegn Lazio þegar Ivan Perisic skoraði úr vítspyrnu.
Lazio kom hins vegar til baka í seinni hálfleiknum og vann að lokum góðan 3-1 sigur. Þetta var fyrsta tap Inter í deildinni. Liðið situr í þriðja sæti með 17 stig. Lazio er í fimmta sæti með þremur stigum minna.
Þá hafði Spezia betur gegn Salernitana í fallbaráttuslag, 2-1. Spezia er í 15. sæti og andstæðingar þeirra í dag sitja í næst neðsta sæti með fjögur stig.
Lazio 3 - 1 Inter
0-1 Ivan Perisic ('12 , víti)
1-1 Ciro Immobile ('64 , víti)
2-1 Felipe Anderson ('81 )
3-1 Sergej Milinkovic-Savic ('90 )
Milan 3 - 2 Verona
0-1 Gianluca Caprari ('7 )
0-2 Antonin Barak ('24 , víti)
1-2 Olivier Giroud ('59 )
2-2 Franck Kessie ('76 , víti)
3-2 Koray Gunter ('78 , sjálfsmark)
Spezia 2 - 1 Salernitana
0-1 Simy ('39 )
1-1 David Strelec ('51 )
2-1 Viktor Kovalenko ('76 )
Athugasemdir