Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 16. október 2021 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Fékk rautt fyrir að ráðast á liðsfélaga
Rautt spjald.
Rautt spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aaron McCarey, markvörður Glentoran í Norður-Írlandi, var rekinn út af með skömm þegar lið hans gerði jafntefli gegn Coleraine í dag.

McCarey brást reiður við þegar Coleraine jafnaði metin er um tíu mínútur voru eftir. Hann hljóp út úr markinu og réðst að liðsfélaga sínum, Bobby Burns.

Burns féll til jarðar og fékk markvörðurinn að líta rauða spjaldið. Áhorfendur bauluðu á hann er hann gekk af velli.

McCarey var ekki sáttur með að Burns tapaði boltanum, en viðbrögð hans í kjölfarið voru til skammar og fékk hann skiljanlega að líta rauða spjaldið.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner