Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 17. janúar 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gjörbreytti öllu og seldi einn besta leikmanninn - Var svo rekinn
Lucas Digne er farinn til Aston Villa.
Lucas Digne er farinn til Aston Villa.
Mynd: EPA
Everton rak í gær knattspyrnustjóra sinn, Rafa Benítez, úr staarfi. Benítez tók við Everton síðastliðið sumar eftir að Carlo Ancelotti hætti með liðið til að taka við spænska stórveldinu Real Madrid.

Liðið byrjaði vel undir stjórn spænska stjórans en hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimmtán deildarleikjum sínum. Það var 2-1 tapið gegn Norwich City á laugardag sem fyllti mælinn og var því ákveðið að reka hann frá félaginu.

Þetta eru athyglisverð tíðindi miðað við það sem hefur átt sér stað hjá Everton síðustu mánuði. Benítez hefur fengið mikil völd. Hann losaði sig Danny Donachie, sem var yfirmaður læknateymisins hjá félaginu. Donachie byrjaði fyrst að vinna hjá Everton árið 2001. Hann vildi svo meiri völd og var hann stór ástæða fyrir því að Marcel Brands og Grétar Rafn Steinsson yfirgáfu félagið. Brands var yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og vann Grétar náið með honum á bak við tjöldin.

Það sem stuðningsfólk Everton er svo gríðarlega ósátt með er að Lucas Digne, sem hefur verið einn þeirra besti maður síðustu ár, var á dögunum seldur - nokkrum dögum áður en Benítez var rekinn. Frakkinn var seldur eftir að hann og Benítez rifust.

Benítez var aldrei vinsæll hjá stuðningsfólki Everton; það hjálpaði ekki að hann er fyrrum stjóri nágrannana í Liverpool. Stuðningsfólk Liverpool er afskaplega ánægt með það starf sem Benítez vann hjá Everton.

Illa staðið að málum hjá Everton, sem situr í 15. sæti aðeins sex stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner