Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 14:31
Brynjar Ingi Erluson
Eggert lagði upp fyrir Sævar í sigri Brann - Elías Rafn hélt hreinu annan leikinn í röð
Sævar Atli skoraði annað deildarmark sitt
Sævar Atli skoraði annað deildarmark sitt
Mynd: Brann
Elías Rafn er búinn að læsa markvarðarstöðuna
Elías Rafn er búinn að læsa markvarðarstöðuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon skoraði annað deildarmark sitt er Brann vann Tromsö, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Leiknismaðurinn hefur farið vel af stað síðan hann kom frá Lyngby í sumar.

Hann skoraði fyrra mark Brann í dag á 63. mínútu leiksins, sem var annað deildarmark hans með liðinu. Eggert Aron Guðmundsson kom inn af bekknum aðeins mínútu áður og átti stoðsendinguna að markinu.

Denzel De Roeve gerði síðan sigurmarkið tólf mínútum síðar.

Brann er í 3. sæti deildarinnar með 36 stig, sex stigum frá toppliðum Bodö/Glimt og Viking. Freyr Alexandersson er þjálfari Brann.

Kolbeinn Þórðarson byrjaði hjá Gautaborg og lagði upp mark er liðið vann AIK, 2-1, í Gautaborg. Kolbeinn lagði upp fyrra markið fyrir Tobias Heintz á 37. mínútu. Gautaborg er í 6. sæti með 34 stig.

Hlynur Freyr Karlsson kom þá inn af bekknum hjá Brommapojkarna sem töpuðu fyrir Sirius, 4-2. Liðið er í 9. sæti með 23 stig.

Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna hjá Midtjylland sem vann Vejle, 2-0, í dönsku úrvalsdeildinni. Elías hefur endurheimt markvarðarstöðuna og nú haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum liðsins. Midtjylland er í 2. sæti dönsku deildarinnar með 9 stig.

Kristian Nökkvi Hlynsson byrjaði hjá Twente sem tapaði fyrir Hollandsmeisturum PSV, 2-0, á heimavelli og þá kom Nökkvi Þeyr Þórisson inn af bekknum í 2-1 sigri Spörtu Rotterdam á Utrecht. Kolbeinn Birgir Finnsson var ónotaður varamaður hjá Utrecht. Bæði lið eru komin með 3 stig úr tveimur leikjum en Twente án stiga.
Athugasemdir
banner
banner