Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 13:25
Brynjar Ingi Erluson
VAR tók aukaspyrnumark af Eze
Eze skoraði með föstu skoti úr aukaspyrnu en VAR tók það af honum
Eze skoraði með föstu skoti úr aukaspyrnu en VAR tók það af honum
Mynd: EPA
Chelsea slapp heldur betur með skrekkinn í byrjun leiks gegn Crystal Palace í dag en VAR tók aukaspyrnumark af enska sóknartengiliðnum Eberechi Eze vegna brots sem átti sér stað við varnarvegginn.

Eze skoraði með föstu skoti úr aukaspyrnunni og fagnaði með því að benda fingrum til himins.

Hins vegar þurfti Darren England, dómari leiksins, að skoða atvikið betur í VAR og staðfesti James Bell, VAR dómari dagsins, brotið og markið dæmt af.

Þegar Eze var að undirbúa sig undir það að taka spyrnuna virtist Marc Guehi, fyrirliði Palace, ýta Moises Caicedo frá sem skapaði pláss fyrir Eze til að setja boltann á markið.

Harður dómur á Stamford Bridge og staðan áfram markalaus þegar rúmar tuttugu mínútur eru liðnar.

Sjáðu markið og VAR-dóminn hér
Athugasemdir