fös 17. september 2021 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg í Víking (Staðfest)
Arnór Borg í Víkingstreyjunni í dag.
Arnór Borg í Víkingstreyjunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen skrifar í dag undir samning við Víking Reykjavík og gengur í raðir félagsins eftir tímabilið.

Arnór er að renna út á samningi hjá Fylki og hefur verið í viðræðum við Víking að undanförnu. Arnór skrifar undir þriggja ára samning við Víking.

Arnór varð 21 árs í gær og hefur verið hjá Fylki frá því hann kom til félagsins frá Swansea snemma síðasta sumar. Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen og er hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen.

Arnór hefur í sumar spilað minna en hann og Fylkir hefðu óskað vegna meiðsla. Á dögunum kom í ljós að hann væri með 'sports hernia' (nára kviðslit) og fór í aðgerð vegna þeirra meiðsla í London.

Hann mun vegna meiðslanna ekki taka þátt í síðustu tveimur leikjum Fylkis á tímabilinu. Tilkynnt verður opinberlega um skiptin á fréttamannafundi í Víkinni í hádeginu.

Á fundinum verður einnig tilkynnt að Kári Árnason verði yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner