Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. september 2021 21:30
Victor Pálsson
Mourinho hundfúll þrátt fyrir stórsigur
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóri Roma, var óánægður með spilamnennsku sinna manna í Evrópudeildinni í gær.

Þessi ummæli koma kannski aðeins á óvart þar sem Roma vann sannfærandi 5-1 heimasigur á CSKA Sofia í riðlakeppninni.

Mourinho telur að hans menn hafi ekki spilað vel í þessum sigri og gagnrýndi þá á blaðamannafundi eftir viðureignina.

„Við spiluðum ekki vel. Við erumað búa til lið en í dag þá líkaði mér ekki við leikinn,"
sagði Mourinho.

„Á köflum þá gerðum við vel, sterkt lið er að myndast og við höfum nú þegar talað um að mynda meiri liðsheild á erfiðum stundum."

„Ég var hins vegar ekki sáttur með frammistöðuna, alls ekki. Við spiluðum ekki með gæði. Fyrir tveimur dögum vorum við að æfa þetta en bakverðirnir fóru ekki nógu langt upp og pressuðu ekki nógu vel."

Athugasemdir
banner
banner