Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Getum ekki sagt að við séum ánægðir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vildum þrjú stig og fengum þrjú stig," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, í viðtali við Hauk Harðarson á RÚV eftir sigurinn á Moldóvu í kvöld.

Þetta var lokaleikurinn í undankeppninni og endar Ísland með 19 stig í þriðja sæti.

Við þurfum að fara í umspil í mars.

„Við getum ekki sagt að við séum ánægðir vegna þess að við vildum fara beint á EM," sagði Hamren.

„En þetta var allt í lagi undankeppni. Ástæðan fyrir því að við förum ekki áfram er sú að Tyrkir tóku fjögur stig gegn Frökkum, Heimsmeisturunum. Við bjuggumst ekki við því."

„Ef þú lítur á aðra riðla þá munu ekki mörg lið enda í þriðja sæti með þennan stigafjölda."

Viðtalið í heild sinni má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner