Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 16:10
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Ronaldo skaut Portúgal áfram
Cristiano Ronaldo var á skotskónum í dag
Cristiano Ronaldo var á skotskónum í dag
Mynd: Getty Images
Portúgal er komið á EM eftir 2-0 sigur á Lúxemborg í B-riðli í undankeppni Evrópumótsins í dag. Cristiano Ronaldo gerði seinna mark portúgalska liðsins.

Serbía og Portúgal börðust um síðasta sætið á EM í dag en Serbar fengu töluvert erfiðara verkefni.

Serbía gerði 2-2 jafntefli við topplið Úkraínu. Dusan Tadic kom Serbum yfir með marki úr víti á 9. mínútu áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin á 32. mínútu.

Aleksandar Mitrovic kom Serbíu aftur yfir á 56. mínútu en Artem Besedin gerði algerlega út um möguleika Serbíu með jöfnunarmarki sínu í uppbótartíma.

Portúgal vann Lúxemborg á meðan 2-0. Bruno Fernandes kom gestunum yfir með marki á 39. mínútu áður en Cristiano Ronaldo gulltryggði sigurinn með marki undir lok leiks.

Úkraína tekur toppsæti riðilsins með 20 stig og Portúgal í 2. sæti með 17 stig. Serbía fer í umspil um sæti á EM.

Úrslit og markaskorarar:

Serbía 2 - 2 Úkraína
1-0 Dusan Tadic ('9 , víti)
1-1 Roman Yaremchuk ('32 )
2-1 Aleksandar Mitrovic ('56 )
2-2 Artem Besedin ('90 )

Lúxemborg 0 - 2 Portúgal
0-1 Bruno Fernandes ('39 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner