Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. nóvember 2022 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno um Ronaldo: Alveg sama um viðtalið
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Bruno Fernandes er mikilvægur hlekkur bæði í liði Manchester United og landsliði Portúgala, rétt eins og Diogo Dalot. Cristiano Ronaldo er ekki lengur mikilvægur hlekkur hjá Man Utd en gæti leyst mikilvægt hlutverk fyrir Portúgal á HM.


Ronaldo gaf ítarlegt viðtal á dögunum þar sem hann fer víðan völl og skýtur föstum skotum á Manchester United. Þetta viðtal hefur ekki farið vel í liðsfélaga hans hjá Rauðu djöflunum en portúgölsku landsliðsmennirnir ætla ekki að láta þetta hafa áhrif á heimsmeistaramótið.

Myndband fór sem eldur um sinu á veraldarvefnum þar sem Fernandes virtist skila afar köldum kveðjum á Ronaldo þegar þeir mættust í æfingabúðum portúgalska landsliðsins. Fernandes segir þetta aðeins hafa verið einkabrandara og algjörlega ótengt viðtali Ronaldo. Leikmaðurinn er harður á því að það sé mikilvægt að aðskilja það sem gerist hjá félagsliði að frá landsliðinu.

„Ég er ekki búinn að lesa þetta viðtal þannig að mér er alveg sama um það. Eins og ég hef sagt áður þá erum við bara að einbeita okkur að landsliðinu, engu öðru. Eina sem við hugsum um er HM því þetta er ekki mót sem við getum tekið þátt í á hverju ári. Venjulegir leikmenn fá ekki að spila á mörgum heimsmeistaramótum, Cristiano er kannski undantekningin þar," sagði Fernandes og hló eftir að hafa skorað tvennu í 4-0 sigri gegn Nígeríu í síðasta æfingaleik Portúgala fyrir HM.

Fernandes útskýrði svo myndbandið úr herbúðum Portúgal þar sem hann virtist skila köldum kveðjum á Ronaldo.

„Þú verður að horfa á þetta með hljóði. Í Portúgal héldu fjölmiðlar að við værum að rífast og skrifuðu um það í 45 mínútur þar til myndbandið var leiðrétt með hljóði. Þá var augljóst að við vorum bara að grínast í hvor öðrum, þetta er brandari á milli okkar.

„Núna erum við með landsliðinu og þá hugsum við um landsliðið. Eftir HM mun ég einbeita mér aftur að Manchester United. Það eru engin vandamál á milli mín og neins leikmanns hérna, ég sinni minni vinnu og það er allt sem ég get gert. Ég get ekki stjórnað því sem aðrir gera."

Sjá einnig:
Ronaldo í seinni hlutanum: Ten Hag ögraði mér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner