lau 18. janúar 2020 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Werner og Sabitzer sáu um nýliðana frá Berlín
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 3 - 1 Union Berlin
0-1 Marius Bulter ('10 )
1-1 Timo Werner ('51 )
2-1 Marcel Sabitzer ('57 )
3-1 Timo Werner ('83 )

RB Leipzig er með fimm stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Union Berlín á heimavelli í síðasta leik dagsins í Þýskalandi.

Nýliðarnir frá Berlín náðu óvænt forystunni eftir tíu mínútna leik og leiddu þegar flautað var til hálfleiks.

Julian Nagelsmann sagði það rétta í hálfleik. Timo Werner jafnaði á 51. mínútu og kom Marcel Sabitzer heimamönnum í 2-1 á 57. mínútu.

Timo Werner gerði út um leikinn á 83. mínútu og 3-1 sigur Leipzig staðreynd.

Leipzig er eins og fyrr segir með fimm stiga forskot á toppnum, en Bayern München getur minnkað það forskot í fjögur stig með sigri á morgun. Union Berlín er í 12. sæti með 20 stig.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Haaland kom inn af bekknum og setti þrennu
Athugasemdir
banner
banner
banner