Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 18. febrúar 2024 17:39
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder og Ahmedhodzic ósammála um rauða spjaldið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sheffield United, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, tapaði heimaleik gegn Brighton í dag.

Mason Holgate, varnarmaður Sheffield United, fékk beint rautt spjald snemma leiks fyrir grófa tæklingu og réðu tíu leikmenn Sheffield ekki við gestina, sem unnu 0-5.

   18.02.2024 14:23
Sjáðu atvikið: Holgate fékk rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu


Chris Wilder, þjálfari Sheffield, telur rauða spjaldið hafa átt rétt á sér en Anel Ahmedhodzic, fyrirliði, er ósammála.

„Rauða spjaldið drap leikinn. Það drap leikplanið okkar og allt sem við höfðum undirbúið. Ef þú vilt mína skoðun þá finnst mér þetta ekki vera rautt spjald, það er allt sem ég hef að segja um þessa tæklingu," sagði Ahmedhodzic að leikslokum.

„Miðað við það sem ég sá á vellinum þá var þetta ekki rautt spjald. Kannski lætur endursýningin þetta líta verr út. Frá mínu sjónarhorni var þetta eðlileg tækling."

Wilder er ekki sammála þessu og segir að Holgate hefði kannski sloppið með rautt spjald fyrir einhverjum áratugum síðan, en ekki í dag.

„Sem reynslumikill leikmaður gæti þér fundist þetta sterk en eðlileg tækling, en við verðum að viðurkenna að fótboltinn er kominn á annan stað í þessum efnum. Mason tímasetti tæklinguna illa og dómarinn tók rétta ákvörðun," sagði Wilder.

„Það er undir Mason komið að taka ábyrgð, hann þarf að skilja hvernig þessi ákvörðun hjá honum hafði neikvæð áhrif á leikskipulagið okkar. Þessi ákvörðun skaðaði okkur, Brighton eru virkilega sterkir andstæðingar sem geta rúllað yfir flest lið ef þeim eru gefin tækifærin til þess."

Sheffield er aðeins komið með 13 stig eftir 25 umferðir af úrvalsdeildartímabilinu.

„Við megum ekki byrja að vorkenna sjálfum okkur, við þurfum að bregðast við og sýna hvað í okkur býr. Við erum í erfiðri deild og munum gera allt sem við getum til að bjarga okkur frá falli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner