Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. mars 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trippier: Myndi elska að fara hvert sem Sean Dyche fer
Trippier er í dag leikmaður Atletico Madrid á Spáni.
Trippier er í dag leikmaður Atletico Madrid á Spáni.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier vill að Burnley verði sinn síðasti áfangastaður á ferlinum.

Hinn 29 ára gamli Trippier er þessa stundina að spila undir stjórn Diego Simeone hjá Atletico Madrid. Hann lék með liðinu í síðustu viku er það sló Liverpool úr leik í Meistaradeildinni.

Trippier er uppalinn hjá Manchester City, en hann lék með Burnley frá 2011 til 2015 og þar leið honum vel. „Ég mun 100% fara aftur og spila þar. Ég myndi elska að leggja skóna á hilluna þar. Það er markmiðið mitt, að hætta hjá Burnley," sagði bakvörðurinn við Burnley Express.

Hann á mjög gott samband við Sean Dyche, stjóra Burnley. „Ef er hjá Atletico í tvö ár í viðbót þá verð ég 32 ára og Burnley er eina félagið sem myndi fara aftur til Englands fyrir."

„Eftir það myndi ég byrja að sækja mér þjálfararéttindi og ég myndi elska að þjálfa hjá Burnley. Ég myndi bara elska að fara hvert sem Sean Dyche fer."

Trippier lék með Tottenham frá 2015 til 2019. Á síðasta ári var hann keyptur til Atletico fyrir um 20 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner