Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   lau 18. mars 2023 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Andri Fannar í Evrópubaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikinn Andri Fannar Baldursson og félagar hans í NEC Nijmegen í Hollandi eru að skrá sig í Evrópubaráttuna í hollensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann Waalwijk, 3-1, í dag.

Andri Fannar, sem kom til NEC á láni frá Bologna síðasta sumar, var mikið meiddur í byrjun tímabilsins, en hefur haldist heill undanfarið og verið að fá mínútur.

Hann kom inná í dag á 76. mínútu og hjálpaði NEC að loka sigrinum gegn Waalwijk.

NEC er í 8. sæti deildarinnar með 34 stig, fjórum stigum frá Utrecht sem er í Evrópusæti.

Andri Fannar hefur spilað 10 leiki í deildinni en eini byrjunarliðsleikur hans á tímabilinu var í bikartapi gegn Feyenoord í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner