Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. apríl 2021 23:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Perez vill byrja Ofurdeildina í ágúst
Perez
Perez
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid og einn af þeim sem hafa keyrt stofnun Ofurdeildarinnar áfram, segist vilja að ný Ofurdeild muni hefjast í ágúst.

Þetta segir hann og Sky Italy birtir. Í Ofurdeildinni munu stærstu félög Evrópu taka þátt en þegar hafa sex stærstu félög Englands, þrjú stærstu félög Spánar og þrjú stærstu félög Ítalíu sett fram sameiginlega yfirlýsingu um að félögin muni taka þátt í deildinni.

UEFA og FIFA eru mjög á móti þessari hugmynd og hafa hótað að banna leikmönnum þeirra félaga sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í mótum á vegum sambandanna. Það gildir um landsleiki og Evrópukeppnir.

Þá hafa sérsamböndin, úrvalsdeildin, La Liga og Serie A sett sig upp á móti þessu og hótað að banna félögin frá deildarkeppnum heima fyrir. Samkvæmt heimildum Mail þurfa lið að byrja aftur í 5. efstu deild ef þau kjósa að hætta í Ofurdeildinni og snúa aftur í deildina heima fyrir.
Athugasemdir
banner
banner