Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 18. apríl 2024 08:17
Elvar Geir Magnússon
Vestri sýnir leikmanni Malmö áhuga
Mubaarak Nuh.
Mubaarak Nuh.
Mynd: Malmö
Sænskir fjölmiðlar segja að Vestri í Bestu deildinni hafi sýnt Mubaarak Nuh, 21 árs gömlum vængmanni Malmö, áhuga.

Nuh vakti athygli ungur að árum en hann varð yngsti leikmaður í sögu B-deildarinnar þegar hann lék fyrir Öster. Malmö fékk hann til sín en þar hefur þróun hans ekki verið að óskum og hann þrívegis farið á lán.

Nuh er ekki í áætlunum Malmö og í viðtali við Fotbollskanalen viðurkennir hann að hafa átt að gera betur fyrr á ferlinum og tekur ábyrgð á stöðu sinni.

Expressen segir að Vestri hafi áhuga á Nuh en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað í næstu viku.

Vestri hefur tapað báðum leikjum sínum í Bestu deildinni en liðið heimsækir KA á sunnudag.
Athugasemdir
banner