Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 18. apríl 2025 19:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot um Van Dijk: Einn af fáum leiðtogum sem eftir eru í heimsfótboltanum
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Arne Slot ræddi við Sky Sports í dag um Van Dijk.

„Risafréttir fyrir félagið og stuðningsmennina, við erum öll í skýjunum. Það vita allir hversu góður leikmaður hann er þegar fólk sér hann spila um helgar. Við vitum hversu mikilvægur hann er, ég veit hversu mikilvægur hann er í gegnum vikuna þegar við æfum," sagði Slot.

„Hann er einn af fáum leiðtogum sem eftir eru í heimsfótboltanum.. Fyrir utan það sýnir hann aftur á þessu tímabili hversu mikilvægur hann er inn á vellinum."

Slot ræddi um gæði Van Dijk inn á vellinum.

„Ég nefni gæðin, ég var hissa hversu ótrúlega góður hann var að spila boltanum úr vörninni. Á fyrstu æfingunni vorum við að reyna að láta leikmenn fá pláss á milli línanna og hann fann þá stöðugt," sagði Slot.

„Ég vissi hversu góður leikmaður hann var (áður en Slot tók við), hversu mikilvægur hann var en að hann væri svona góður á boltann kom mér á óvart."
Athugasemdir
banner
banner