Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. maí 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Souness: Myndi spila þó ég væri með kórónaveiruna
Graeme Souness.
Graeme Souness.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, sérfræðingur Sky, segir að ef hann væri leikmaður í ensku úrvalsdeildinni myndi hann líklega spila leik þó hann myndi greinast með kórónaveiruna, svo framarlega sem hann væri einkennalaus.

Stefnt er á að hefja aftur keppni í ensku úrvalsdeildinni þann 19. júní en leikmenn í deildinni hafa lýst yfir áhyggjum af öryggi sínu.

„Ef ég myndi greinast með jákvætt próf og stjórinn myndi ýta á mig að spila þá myndi ég líklega gera það," sagði Souness á Sky í dag.

„Þú mátt kalla mig óábyrgðarfullan en ef ég væri leikmaður núna þá myndi ég ólmur vilja spila aftur."

„Fótboltamenn bera samfélagslega ábyrgð en þeir geta líka gert svo margt gott. Til að svara spurningunni, þá held ég að það væri hægt að sannfæra mig um að spila ef ég myndi greinast með jákvætt próf, ef mér myndi líða vel."

Athugasemdir
banner
banner