Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. maí 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri: Pogba? Er það enskt orð?
Mynd: Getty Images

Paul Pogba, miðjumaður franska landsliðsins, gæti verið á leið aftur til Juventus á frjálsri sölu. Ef félagaskiptin ganga í gegn verður það í annað sinn á ferlinum sem hann fer frítt frá Manchester United til Juve.


Pogba hóf ferilinn hjá Man Utd en gerði garðinn frægan með Juventus þar sem hann var í fjögur ár áður en hann var seldur aftur til Manchester fyrir metfé.

Pogba varð Ítalíumeistari með Juventus og heimsmeistari með Frakklandi en tókst ekki að vinna mikið af titlum á dvöl sinni hjá Man Utd. Honum tókst aldrei að sanna sig með Rauðu djöflunum en hefur þó spilað 226 leiki á sex árum og skorað í þeim 39 mörk.

Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, var spurður hvort Pogba væri á leið aftur til félagsins en vildi ekki gefa skýrt svar.

„Pogba? Hver er Pogba? Ég þekki hann ekki... er þetta kannski enskt orð?" sagði Allegri við DAZN og hló - enda þjálfaði hann Pogba hjá Juve fyrir sjö árum.

„Ég var alveg búinn að gleyma Pogba, það eru liðin alltof mörg ár."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner