Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   lau 18. maí 2024 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Motta með þriggja ára samningstilboð frá Juve á borðinu
Mynd: EPA
Brasilíski Ítalinn Thiago Motta mun taka ákvörðun um framtíðina sína á næstu dögum þar sem hann getur valið á milli þess að skrifa undir nýjan samning við Bologna eða samþykkja þriggja ára samningstilboð frá Juventus.

„Ég hitti forsetann á næstu dögum og við munum ræða saman. Eftir það tek ég lokaákvörðun um framtíðina. Núna er kominn tími til að taka ákvörðun en við þurfum fyrst að ræða málin okkar á milli og sýna öllum hluteigandi aðilum virðingu.

Motta hefur gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Bologna en hann er aðeins 41 árs gamall og er Bologna þriðja félagið sem hann stýrir í efstu deild ítalska boltans eftir misheppnaða dvöl hjá Genoa 2019.

Motta tók við Spezia fyrir tímabilið 2021-22 og gerði flotta hluti sem gerðu honum kleift að landa þjálfarastarfinu hjá Bologna strax á næsta sumri.

Motta býr yfir mikilli reynslu úr fótboltaheiminum eftir að hafa spilað fyrir Barcelona, Atlético Madrid, Inter og PSG á frábærum ferli sem fótboltamaður. Hann vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Inter en var lengst af partur af stjörnum prýddu liði PSG.
Athugasemdir
banner
banner