Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   þri 18. júní 2019 21:33
Egill Sigfússon
Rúnar Páll: Halli er okkar markmaður og við stöndum með honum
Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar
Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Stjarnan tók á móti Breiðablik á Samsung vellinum í 9. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld þar sem Breiðablik sigraði 1-3. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar sagði að Breiðablik hefði tekið yfir leikinn síðasta hálftímann og átt sigurinn skilið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

„Mér fannst við vera með ágætis tök á leiknum þangað til þeir jafna leikinn úr hornspyrnunni. Eftir það tóku Blikar bara yfir leikinn og voru miklu betri en við síðasta hálftímann, við höfðum engan kraft þarna fram á við síðasta hálftímann. Blikarnir áttu þetta bara skilið í dag"

Guðmundur Steinn og Þórarinn Ingi komu inn á fyrir Ævar Inga og Sölva og virtist allt líf fara úr sóknarleik Stjörnunnar við það, Rúnar viðurkenndi að þær skiptingar hefðu ekki skilað árangri.

„Mér fannst vanta smá orku í Ævar og Sölva þá og maður gerði kannski ekki góðar skiptingar en maður verður og standa og falla með ákvörðunum sem maður tekur sem þjálfari."

Mikið hefur verið rætt um standið á Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar og talað um að Stjarnan ætli að sækja sér markvörð. Rúnar segir svo ekki vera og stendur með Haraldi.

„Nei nei, Halli er bara frábær markmaður og hefur gert vel fyrir okkur þótt allir geti átt dapra leiki inn á milli og gert mistök og hann er engin undantekning á því. Halli er okkar markmaður og við stöndum með honum."
Athugasemdir
banner
banner