Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. ágúst 2018 16:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Þrettán ára skoraði tvennu fyrir Gróttu
Hinn 13 ára gamli Orri fagnar marki í dag.
Hinn 13 ára gamli Orri fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Elvar Ingi gerði tvö mörk fyrir Aftureldingu.
Elvar Ingi gerði tvö mörk fyrir Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson, 13 ára gamall leikmaður, kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk þegar Grótta vann 5-0 sigur gegn Hetti í 2. deild karla í dag.

Orri Steinn er sonur Óskars Hrafn Þorvaldssonar, þjálfara Gróttu.

Þetta var fyrsti keppnisleikur Orra í meistaraflokki og frábært fyrir hann að byrja meistaraflokksferil sinn svona. Orri verður 14 ára 29. ágúst næstkomandi.

Vestri er á toppi deildarinnar með 31 stig eftir 3-1 sigur gegn Víði þar sem Sergine Modou Fall skoraði tvennu. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik eins og í leik Fjarðabyggðar og Aftureldingar þar sem gestirnir úr Mosfellsbæ fóru með sigur af hólmi, 3-0.

Línur virðast aðeins vera farnar að skýrast í toppbaráttunni. Vestri og Kári eru með 31 stig á toppnum, en Afturelding og Grótta koma svo með 30 stig. Völsungur er með 28 stig eftir gífurlega svekkjandi tap gegn Hugin í gær.

Svo kemur Fjarðabyggð með 25 stig og Þróttur Vogum með 22 stig. Þróttarar gerðu markalaust jafntefli við Leikni F. í dag.

Botnbaráttan er einnig spennandi. Huginn er með níu stig, svo kemur Tindastóll með 11 stig, Höttur með 14 stig og Leiknir F. og Víðir með 16 stig.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

Fjarðabyggð 0 - 3 Afturelding
0-1 Wentzel Steinarr R Kamban ('3)
0-2 Elvar Ingi Vignisson ('35)
0-3 Elvar Ingi Vignisson ('42)

Vestri 3 - 1 Víðir
1-0 Pétur Bjarnason ('3)
1-1 Mehdi Hadraoui ('6, víti)
2-1 Sergine Modou Fall ('13)
3-1 Sergine Modou Fall ('43)

Þróttur 0 - 0 Leiknir F.

Grótta 5 - 0 Höttur
1-0 Sigurvin Reynisson ('41)
2-0 Valtýr Már Michaelsson ('62)
3-0 Bjarni Rögnvaldsson ('72)
4-0 Orri Steinn Óskarsson ('83)
5-0 Orri Steinn Óskarsson ('88)



Athugasemdir
banner
banner