Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 18. september 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
McCabe ekki sannfærður um hæfni Prince Abdullah
McCabe og Abdullah þegar allt lék í lyndi.
McCabe og Abdullah þegar allt lék í lyndi.
Mynd: Getty Images
Árið 2013 seldi Kevin McCabe 50% af hlut sínum í Sheffield United til Prince Abdullah frá Sádí-Arabíu.

Þeir áttu félagið í sátt og samlyndi þar til 2017 en hvorugur vildi selja hlut sinn í félaginu. Deila mannanna fór fyrir dóm og hafði Abdullah betur, þannig McCabe neyddist til að selja sinn helming af félaginu.

„Ég óttast að Sheffield United sé á rangri leið. Ég hef miklar efasemdir um hæfni hans (Abdullah) til að leiða þetta félag. Félagið mun þjást innan og utan vallar," sagði McCabe við Sky Sports.

Abdullah gefur lítið fyrir þessi ummæli McCabe og segir stuðningsmenn félagsins ekki þurfa að örvænta.

„Eftir fjögur eða fimm ár munu stuðningsmenn líta til baka með bros á vör. Ég er viss um það."
Athugasemdir
banner
banner
banner