Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var spurður út í Frederik Schram í viðtali eftir sigurinn gegn Stjörnunni í gær.
Frederik hefur ekki spilað síðustu leiki þar sem hann sleit liðband í ökkla. Hann spilaði gegn Víkingi meiddur og hafði það áhrif á hans frammistöðu.
Sveinn Sigurður Jóhannesson hefur varið mark Vals í fjarveru Frederiks.
Frederik hefur ekki spilað síðustu leiki þar sem hann sleit liðband í ökkla. Hann spilaði gegn Víkingi meiddur og hafði það áhrif á hans frammistöðu.
Sveinn Sigurður Jóhannesson hefur varið mark Vals í fjarveru Frederiks.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Stjarnan
„Svenni var flottur, ég hef bara trú á því að hann eigi eftir að stíga enn meira upp. Hann hefur náttúrulega ekki fengið að spila mikið, Frederik hefur haldið stöðunni mjög vel. Frederik er frábær markmaður, en svo meiðist hann og þá þurfa menn að stíga upp. Svenni er búinn að vera flottur núna síðustu tvo leiki," sagði Arnar.
Verður Frederik frá út tímabilið?
„Hann er með rifið liðband. Ég á frekar von á því að hann verði frá út tímabilið heldur en að hann taki síðasta leik. Það er alveg möguleiki, en ég hef ekki trú á því," sagði þjálfarinn.
Valur fékk Frederik í sínar raðir frá Lyngby um mitt síðasta sumar. Sveinn Sigurður hefur verið á mála hjá Val síðan 2018 og hefur á þeim tíma alls spilað fjórtán bikar- og deildarleiki.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir