Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   mán 18. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs farinn að hugsa um að snúa aftur í þjálfun
Ryan Giggs.
Ryan Giggs.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs er sagður spenntur fyrir því að taka við þjálfun Salford í ensku D-deildinni.

The Sun greinir frá þessum tíðindum. Giggs, sem er fyrrum leikmaður Manchester United, var sýknaður af ákæru um að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína í sumar.

Giggs, sem er 48 ára, hefur neitað ásökunum um að hafa ráðist á Kate Greville og verið með þvingandi hegðun í garð hennar. Hann var einnig sakaður um að hafa ráðist á systur sína.

Giggs var síðast landsliðsþjálfari Wales en hann missti það starf út af ákærunni. Núna er hann farinn að hugsa um að snúa aftur í fótboltann.

Það hefur ekki gengið vel hjá Salford í upphafi tímabils en Giggs á hlut í félaginu ásamt vinum sínum Gary Neville, Phil Neville, Paul Scholes, Nicky Butt og David Beckham.
Athugasemdir
banner
banner