Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. október 2019 09:14
Elvar Geir Magnússon
Scholes: Þurfum að standa með Solskjær
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, var gestur í morgunþætti hjá breska ríkisútvarpinu í morgun þar sem rætt var um komandi leik gegn Liverpool á Old Trafford.

Scholes telur að þrátt fyrir lélega byrjun United á tímabilinu sé Ole Gunnar Solskjær að taka rétta stefnu með liðið.

„Liðið þarf að fara að vinna leiki. Það er allt í lagi að segja að Ole eigi að fá tíma en ef það koma ekki úrslit þá mun byggjast upp óþolinmæði," segir Scholes.

„Ég vona að hann fái tíma. Hann gerði þrjú góð leikmannakaup í sumar. Hann þarf núna tíma til að fá inn leikmenn sem eru nægilega góðir til að koma United aftur á meðal þeirra bestu. Við þurfum öll að standa með honum og vona að hann lagi hlutina."

Viðvörunarbjöllur hringt
„David Gill, sem var framkvæmdastjóri þegar Sir Alex Ferguson var með stjórnartaumana, var fótboltamaður. Frá því að hann og Sir Alex fóru hefur þetta verið," segir Scholes.

„Ég tel að viðvörunarbjöllurnar hafi farið af stað um leið og David Moyes tók við og keypti Juan Mata og Fellaini fyrir mikinn pening. Þeir eru góðir á sinn hátt en ég tel að þeir séu ekki Manchester United leikmenn. Sir Alex og David Gill hefðu ekki keypt svona leikmenn."

„Viðvörunarbjöllurnar hafa hringt síðan. Ole kemur inn og hann fær tækifæri til að breyta þessu."

United fjórum til fimm góðum gluggum frá titilbaráttu
Scholes telur að Manchester United sé fjórum til fimm góðum félagaskiptagluggum frá því að geta barist um titilinn.

„Það verða að vera góðir gluggar. Ég tel að nýju kaupin hjá Ole hafi verið mjög góð, þau lofa góða og svo lengi sem hann stýrir því hvaða leikmenn koma þá sé ég ekki vandamál," segir Scholes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner