Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Kean svarar pabba sínum
Mynd: Getty Images
Moise Kean, framherji Everton, hefur svarað ummælum sem pabbi hans lét hafa eftir sér um helgina.

Kean, 19 ára, var keyptur til Everton frá Ítalíumeisturum Juventus fyrir 27 milljónir punda í sumar. Kean skoraði sex mörk í 13 deildarleikjum fyrir Juventus á síðustu leiktíð, en hann hefur ekki náð að sýna mikið með Everton til þessa. Hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Faðir hans sagði um helgina að það hefði verið rangt skref hjá Kean að fara til Englands en leikmaðurinn svaraði fyrir sig á Instagram.

„Ekki tala um lífið mitt þegar þitt líf er ekkert fordæmi. Ég óttast ekki erfiða tíma þegar góðir tímar koma á eftir," sagði Kean á Instagram.

Sjá einnig:
„Mistök að senda son minn til Englands"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner