Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. nóvember 2022 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal missti af Martínez - „Þökkuðum bara fyrir tilboðið"
Lisandro Martínez
Lisandro Martínez
Mynd: EPA
Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax í Hollandi, segir að Arsenal átti möguleika á því að landa argentínska miðverðinum Lisandro Martínez en að tilboð félagsins hafi ekki verið nægilega fullnægjandi.

Arsenal sýndi Martínez mikinn áhuga í sumar áður en Manchester United kom inn í myndina og stal honum af Lundúnarliðinu.

Tilboð Arsenal var ekki alveg í takt við það sem Ajax vildi og hafði því hollenska félagið ekki áhuga á að fara í viðræður, en þegar United bankaði á dyrnar þá gekk allt snurðulaust fyrir sig.

„Arsenal kom á undan í Lisandro, en upphæðin var þannig að við þökkuðum bara fyrir tilboðið og sögðum að við vildum frekar halda leikmanninum en að fara í viðræður. Þetta var öðruvísi með United. Í gegnum árin höfum við átt nokkrar samræður um Daley Blind og Donny van de Beek. Það er partur af vinnunni minni að hugsa um hag Ajax,“ sagði van der Sar við Athletic.

Martínez hefur verið einn af bestu miðvörðum deildarinnar á þessu tímabili og alveg ljóst að Arsenal missti af öflugum leikmanni. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, kvartar þó varla enda Arsenal á flugi og vermir toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner