Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. nóvember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver á að vera í markinu hjá Brasilíu? - Öll með sama svar
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir HM
Alisson Becker.
Alisson Becker.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ederson er að berjast við Alisson um stöðuna.
Ederson er að berjast við Alisson um stöðuna.
Mynd: Getty Images
Alisson er mjög svo öflugur markvörður.
Alisson er mjög svo öflugur markvörður.
Mynd: EPA
HM í Katar hefst á sunnudaginn. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Næst er það spurningin: Hver á að vera í markinu hjá Brasilíu?

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
Þetta er rosalega auðvelt svar: Alisson Becker verður í markinu hjá Brössunum. Jú jú, Ederson sparkar rosalega langt en Alisson að mínu mati er bara miklu betri markmaður ef skoðaðir er allir hlutar markvörslu - kannski fyrir utan einhver gæði í fótunum, ekki það að Alisson er mjög góður í fótunum. Ef Tite vill fara langt í þessu móti þá hefur hann Alisson í markinu.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Alison - svakalegt moment með honum. Búinn að vera einn af fáum leikmönnum Liverpool með lífsmarki í vetur.

Gunnar Birgisson, RÚV
Allison er að mínu mati næst besti markvörður heims á eftir Antoni Ara Einarssyni og ætti samkvæmt öllu að standa milli stanganna.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Veðja á landsliðs-reynsluna og skelli Alisson milli stanganna.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Alisson Becker á að vera í markinu. Ég sem Poolari stend föst á því.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Mjög einföld spurning. Tite velur besta markmanninn frá Brasilíu til að vera í markinu, þannig að Allison verður í marki Brassana á HM.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
Mér finnst Allison betri markmaður og svo er hann í hörku formi.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
Allison alltaf markvörður Brasilíu. Ederson er ekki gerður fyrir stóru leikina eins og Allison.

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Alisson er aðeins betri en Ederson þó báðir séu frábærir. Ég myndi alltaf vera með Alisson í markinu hjá mér.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Að mínu mati þá á Alisson að vera markmaður númer eitt.

Sjá einnig:
Með hvaða liði heldur þú?
Hvaða lið kemur á óvart?
Hvaða lið kemur á óvart?
Mest spennandi leikurinn í riðlakeppninni?
Hvað finnst þér um að HM fari fram að vetri til?
Hver verður markakóngur?
Athugasemdir
banner
banner
banner