Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. nóvember 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver verður markakóngur? - Held að hann bæti bara við í ár
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir HM
Verður Messi markakóngur?
Verður Messi markakóngur?
Mynd: Getty Images
Benzema og Mbappe.
Benzema og Mbappe.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
HM í Katar hefst á sunnudaginn. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Næst er það spurningin: Hver verður markakóngur?

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
Þetta er líklega erfiðasta spurningin. Það hefur verið þema síðustu móta að ríkjandi heimsmeistarar séu að detta út í riðlinum en Frakkarnir eru bara í of auðveldum riðli að ég neita að trúa því að þeir detti snemma út. Karim Benzema verður markakóngur eftir að hann skorar sirka fimm mörk í riðlinum í leikjum gegn Túnis og Ástralíu - svo kannski nokkur líka í útsláttarkeppninni.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Kylian Mbappe.

Gunnar Birgisson, RÚV
Lionel Messi fer alla leið og vinnur þetta, mjög einfalt og algjör ævintýraendir.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Tippa á ungan og hungraðan Kylian Mbappé. Gott fyrsta HM fyrir fjórum árum, skoraði fjögur og ég held að hann bæti bara við í ár.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Ég ætla setja minn pening á Neymar.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Lukaku elskar Belgíu og Belgía elskar Lukaku. Hann endar markahæstur.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
Messi eða Mbappe.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
Ronaldo verður að sjálfsögðu markakóngur, ef það klikkar þá verður það Benzema.

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Eigum við ekki bara að segja að Lionel Messi kveðji HM með markakóngstitli upp á svona fimm mörk.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Lionel Messi verður markakóngur.

Sjá einnig:
Með hvaða liði heldur þú?
Hvaða lið kemur á óvart?
Hvaða lið kemur á óvart?
Mest spennandi leikurinn í riðlakeppninni?
Hvað finnst þér um að HM fari fram að vetri til?
Athugasemdir
banner
banner