Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. nóvember 2022 13:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Magg: Gæti þess vegna gerst eftir áramót
Marki fagnað í sumar.
Marki fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn öflugi, Guðmundur Magnússon, ákvað í upphafi mánaðar að rifta samningi sínum við Fram. Hann sagði við Fótbolta.net að hann vildi líta í kringum sig, skoða hvaða möguleikar stæðu honum til boða, bæði hérlendis og erlendis.

Viku seinna var svo tilkynnt að hann hefði skrifað undir nýjan samning við Fram sem gildir út tímabilið 2024.

„Ég get ekki sagt að það hafi verið mörg félög sem báru víurnar í mig, það var eiginlega bara Fram sem gekk fyrir," sagði Gummi.

Var einhver áhugi erlendis frá? „Það var eitthvað aðeins erlendis, það er eitthvað sem getur alveg gerst eftir áramót þess vegna."

Var það einföldun ákvörðun að endursemja við Fram?

„Já, það gekk fyrir. Í mínum huga var það alltaf ætlunin. Mér líður vel þar, og eins og ég hef alltaf sagt, ef manni líður vel, þá nær maður árangri. Þetta snýst um það," sagði Gummi.

Framherjinn, sem er 31 árs, átti frábært tímabil með Fram og endaði með sautján mörk í Bestu deildinni, jafnmörg og markakóngurinn Nökkvi Þeyr Þórisson.
Athugasemdir
banner
banner
banner