Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 18. nóvember 2022 09:40
Elvar Geir Magnússon
Liverpool gæti gert janúartilboð í Bellingham
Powerade
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Liverpool fylgist með Nico Williams.
Liverpool fylgist með Nico Williams.
Mynd: EPA
HM fer af stað um helgina! Bellingham, Mount, Cedric, Palhinha, Suarez og fleiri í slúðurpakkanum.

Liverpool gæti gert janúartilboð í enska miðjumanninn Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund. Leikmaðurinn ungi er gríðarlega eftirsóttur. (Football Insider)

Liverpool og Juventus fylgjast með gangi mála í samningaviðræðum enska landsliðsmannsins Mason Mount (23) við Chelsea. (Guardian)

Chelsea horfir á Mount sem framtíðarfyrirliða félagsins en hann er einn launalægsti leikmaður í hópnum eins og staðan er núna. (Mail)

Liverpool hefur sent njósnara á HM til að fylgjast með Nico Williams (20), sóknarmanni Athletic Bilbao, í eldlínunni með spænska landsliðinu. (Fichajes.net)

Leicester City telur sig geta náð samkomulagi við belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) og hindrað hann í að yfirgefa félagið á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út í sumar. (Mail)

Hakim Ziyech (29), vængmaður Chelsea, vonast til að heilla á HM til að sannfæra AC Milan um að gera tilboð í sig í janúar. (Calciomercato)

Fulham, Bayer Leverkusen og Villarreal hafa áhuga á að fá portúgalska hægri bakvörðinn Cedric Soares (31) frá Arsenal í janúar. (ESPN)

Aston Villa hafnaði því að kaupa portúgalska miðjumanninn Joao Palhinha (27) áður en leikmaðurinn gekk í raðir Fulham. (Football Insider)

Luis Suarez (35), fyrrum sóknarmaður Barcelona og Liverpool, hefur hafnað tilboði um að ganga í raðir Gremio í Brasilíu þegar samningur hans við Nacional í heimalandi hans Úrúgvæ rennur út. (Fabrizio Romano)

Argentína og Úrúgvæ hafa hvort um sig tekið með sér 900 kíló af kjöti til Katar svo leikmenn og starfsmenn geti fengið rétti að heiman á HM. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner