Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 18. nóvember 2022 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney segir Ronaldo eiga erfitt með að sætta sig við aldurinn
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: EPA
Manchester United goðsögnin Wayne Rooney segir að Cristiano Ronaldo sé einn af tveimur bestu leikmönnum sögunnar, ásamt Lionel Messi.

Rooney lék um gott skeið með Ronaldo hjá Man Utd og náðu þeir vel saman innan vallar.

Ronaldo er hins vegar ekki sáttur með Roone og lét það í ljós í umtöluðu viðtali sem Piers Morgan tók við hann.

Rooney hefur í starfi sem sérfræðingur talað um Ronaldo og ekki alltaf á jákvæðan hátt. Ronaldo fylgist vel með umræðunni og hann er ekki sáttur við Ronaldo og aðra fyrrum liðsfélaga.

Rooney hefur núna svarað fyrir ummælin sem Ronaldo lét falla um sig í viðtalinu.

„Cristiano er frábær leikmaður; hann og Messi eru þeir tveir bestu í sögunni. Það sem ég hef sagt er að aldurinn nær okkur alltaf og hann á erfitt með að sætta sig við það," sagði Rooney við CNN.

„Ég er viss um að Manchester United muni taka á þessu."

Líklegt þykir að Ronaldo, sem er 37 ára gamall, sé búinn að leika sinn síðasta leik fyrir Man Utd..
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner