Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. nóvember 2022 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri munurinn á hópunum sá að Kolbeinn var í öðrum þeirra
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður til margra ára, talaði vel um Kolbein Sigþórsson í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum.

Hannes lék 77 landsleiki fyrir Ísland og er besti markvörður í sögu landsliðsins. Hann varði mark Íslands á EM í Frakklandi 2016 og á HM í Rússlandi 2018.

Í þættinum var hann spurður að því hvor hópurinn hefði verið sterkari, hópur Íslands sem fór á EM eða HM?

„Ég held að stóri munurinn hljóti að liggja í því að Kolbeinn var í EM-hópnum," sagði Hannes.

„Kolbeinn var frábær fyrir okkur á EM. Kolli með þessa eiginleika sem hann hafði, það var eins og hann hefði verið mótaður á rannsóknarstofu af Lars Lagerback fyrir íslenska landsliðið. Hann var stór og snöggur, með tækni. Hann var svo mikil skepna og það var erfitt fyrir varnarmenn að eiga við hann, algjör martröð. Hann gerði gæfumuninn fyrir okkur."

„Ég veit ekki hvort það hafi einhver komið inn í HM-hópinn sem hafi náð að 'matcha' þetta. Því segi ég EM."

Hannes kom inn á það að Alfreð Finnbogason hefði verið frábær í undankeppni HM og á mótinu sjálfu, en Alfreð var líka í hópnum sem fór á EM. Kolbeinn missti af HM þar sem hann hafði verið að glíma við mikil meiðsli í aðdragandanum.

Þó ekkert hafi verið opinberlega gefið út með það þá má gera ráð fyrir því að Kolbeinn sé búinn að leggja skóna á hilluna síðan í ágúst á síðasta ári eftir að hann var sakaður hann var sakaður um ofbeldi og kynferðislega áreitni. Hann er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Sjá einnig:
Kolbeinn íhugar að leggja skóna á hilluna


Athugasemdir
banner