Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. nóvember 2022 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Svía botnar ekkert í bjórbanninu - „Þetta er með öllu óskiljanlegt"
Janne Andersson
Janne Andersson
Mynd: EPA
Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, skilur ekki upp né niður í ákvörðun yfirvalda í Katar að banna bjór á leikvöngum á heimsmeistaramótinu.

FIFA staðfesti ákvörðun yfirvalda Katar í dag, aðeins tveimur dögum fyrir mótið, að bjór yrði ekki seldur á völlunum.

Budweiser, einn stærsti styrktaraðili mótsins, sagði í yfirlýsingu að óáfengur bjór verði fáanlegur á leikvöngunum.

Andersson, þjálfari Svía, skilur ekkert í ákvörðun yfirvalda í Katar og segir þetta stóran hluta af menningunni.

Svíþjóð er ekki á HM þetta árið en Andersson er samt sem áður með sterkar skoðanir á þessu málefni

„Ef ég væri stuðningsmaður á þessu móti þá væri ég brjálaður yfir þessu. Já, mér finnst bjór góður. Ég viðurkenni það alveg, en það er ekki alveg það mikilvægasta. Mér finnst það með öllu óskiljanlegt ef þú getur ekki farið á HM og fengið þér bjór,“ sagði Andersson við sænska ríkissjónvarpið.
Athugasemdir
banner
banner
banner