Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. janúar 2020 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evra fékk bréf: Gott og heiðarlegt fólk sem vinnur fyrir félagið
Evra og Suarez í baráttunni.
Evra og Suarez í baráttunni.
Mynd:
Patrice Evra, fyrrum bakvörður Manchester United, hefur greint frá því að hann fékk bréf frá Peter Moore, framkvæmdastjóra Liverpool, í október.

Evra kom fram á Sky Sports þann 21. október ásamt Jamie Carragher, fyrrum leikmanni Liverpool. Carragher baðst þar afsökunar á bolum sem leikmenn Liverpool klæddust í upphitun fyrir leik gegn Wigan árið 2011.

Leikmenn Liverpool klæddust bolunum degi eftir að Luis Suarez framherji liðsins var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttafordóma í garð Evra í leik gegn Manchester United.

„Ég var mjög ánægður að Jamie Carragher baðst afsökunar. Ég fékk svo bréf frá Peter Moore og það snerti við mér," sagði Evra á Sky Sports fyrir leik Liverpool og Man Utd sem er nú í gangi.

„Hann sagði við mig að hann vonaðist til þess að það væri ekki of seint vegna þess að þetta gerðist fyrir níu árum. Ég þakkaði honum fyrir."

„Ég var vonsvikinn yfir því sem Liverpool gerði, en núna sé ég að það er gott og heiðarlegt fólk sem vinnur fyrir félagið."

Sjá einnig:
Carragher biðst afsökunar á bolum sem Liverpool klæddist fyrir Suarez
Athugasemdir
banner
banner
banner