sun 19. janúar 2020 14:53
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Suðurnesjaliðin unnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Tveimur leikjum er lokið í B-deild Fótbolta.net mótsins í dag og fóru suðurnesjaliðin Njarðvík og Þróttur Vogum bæði með sigur af hólmi.

Njarðvík lagði Víking Ólafsvík að velli er liðin mættust í Akraneshöllinni. Leikurinn var fjörugur og komust Víkingar yfir í tvígang áður en þeir misstu leikinn frá sér.

Njarðvíkingar sneru leiknum sér í hag með þremur mörkum á níu mínútum og stóðu uppi sem sigurvegarar, 3-5.

Njarðvík er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðir mótsins. Víkingur er án stiga.

Víkingur Ó. 3 - 5 Njarðvík
1-0 ('13)
1-1 ('41)
2-1 ('51)
2-2 ('69)
2-3 ('70)
3-3 ('72)
3-4 ('78)
3-5 ('93)

Svipaða sögu er að segja frá sigri Þróttar gegn Vestra í Skessunni í Hafnarfirði.

Vestri komst yfir í tvígang en í bæði skiptin jöfnuðu Þróttarar. Sigurmarkið gerðu þeir snemma í síðari hálfleik.

Vestri er án stiga eftir þrjár umferðir á meðan Þróttur situr í öðru sæti með sex stig. Markatala Þróttara er þó herfileg eftir 9-0 tap gegn Keflavík í síðustu umferð.

Vestri 2 - 3 Þróttur V.
1-0 ('2)
1-1 ('18)
2-1 ('26)
2-2 ('34)
2-3 ('53)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner