Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. febrúar 2019 15:40
Elvar Geir Magnússon
Shaqiri setti saman besta lið heims - Tveir úr Liverpool
Shaqiri verður í eldlínunni með Liverpool gegn sínu fyrrum félagi, Bayern München, í Meistaradeildinni í kvöld.
Shaqiri verður í eldlínunni með Liverpool gegn sínu fyrrum félagi, Bayern München, í Meistaradeildinni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Xherdan Shaqiri, sóknarleikmaður Liverpool, valdi úrvalslið heimsins fyrir þýska sjónvarpsfyrirtækið Sport 1.

Hann valdi tvo úr Liverpool í liðið en það eru Virgil van Dijk og Andy Robertson. Ekkert pláss var fyrir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah.

Manuel Neuer er í markinu og Sergio Ramos og Dani Carvajal í vörninni.

Á miðjunni eru Luka Modric, Toni Kroos og Thiago. Fremstir eru svo Robert Lewandowski, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Hér má sjá liðið:
Athugasemdir
banner
banner
banner