Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   mán 19. febrúar 2024 09:38
Elvar Geir Magnússon
Marca: Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid
Spænskir fjölmiðlar segja frágengið að Mbappe fari til Real Madrid.
Spænskir fjölmiðlar segja frágengið að Mbappe fari til Real Madrid.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe hefur þegar skrifað undir samning við Real Madrid til 2029 samkvæmt frétt spænska blaðsins Marca.

Mbappe hefur um margra ára skeið verið orðaður við Madrídarliðið en hann tilkynnti núverandi vinnuveitendum í Paris Saint-Germain í síðustu viku að hann myndi yfirgefa franska stórliðið þegar samningur hans rennur út í sumar.

Marca fullyrðir að Mbappe hafi skrifað undir hjá Real fyrir tveimur vikum. Hann verði launahæsti leikmaður félagsins en taki samt sem áður á sig launalækkun frá samningnum við PSG.

Sagt er að Real Madrid muni greiða um 85,5 milljónir punda í undirritunargjald og virðæður séu í gangi um hversu hátt hlutfall af ímyndarréttindum hann muni halda.

Mbappe hefur sagt PSG að hann vilji ekki að félagið geri frekari tilraunir til að halda sér því hann sé búinn að taka ákvörðun sem ekki verði haggað. Mbappe hefur skorað 243 mörk í 290 leikjum fyrir PSG.

Mbappe, sem er 25 ára, er einn besti fótboltamaður heims en Real Madrid er þegar með tvo í sama flokki; Vinicius Jr og Jude Bellingham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner