Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yann M'Vila til West Brom (Staðfest)
M'Vila í leik með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
M'Vila í leik með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Yann M'Vila er genginn til liðs við West Bromwich Albion sem leikur í Championship deildinni og er í harðri baráttu um umspilssæti um sæti í efstu deild.

M'Vila kemur til WBA á frjálsri sölu eftir að hafa verið samningslaus í tæpt ár. Hann lék síðast með Olympiakos í gríska boltanum og var lykilmaður á miðjunni þar undir stjórn Carlos Corberan, sem er aðalþjálfari West Brom í dag.

M'Vila er 33 ára gamall og á 22 landsleiki að baki fyrir Frakkland, sem hann lék frá 2010 til 2012. Á þeim tíma var hann leikmaður Rennes í heimalandinu en hefur meðal annars spilað fyrir Inter og Sunderland síðan þá.

West Brom er í fimmta sæti Championship deildarinnar sem stendur og hefur gott af því að breikka hópinn fyrir komandi átök í umspilsbaráttunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner