Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   mið 19. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool getur komist í tíu stiga forystu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar topplið Liverpool heimsækir Aston Villa.

Liverpool getur komið sér í tíu stiga forystu með sigri en þetta verður þung þraut gegn lærisveinum Unai Emery sem eru í baráttu um Evrópusæti.

Það er mikið leikjaálag á báðum liðum en Liverpool hefur nú þegar spilað fimm leiki frá mánaðamótum, þó að varaliðið hafi spilað einn þeirra. Til samanburðar hefur Aston Villa spilað þrjá leiki hingað til í febrúar.

Liverpool er þó ekki að glíma við mikil meiðslavandræði þar sem það vantar einungis Joe Gomez og Cody Gakpo í hópinn.

Matty Cash, Ross Barkley, Ezri Konsa, Amadou Onana, Pau Torres og Boubacar Kamara eru allir fjarverandi úr liði Aston Villa vegna meiðsla og er Leon Bailey tæpur.

Luton Town tekur þá á móti Plymouth Argyle í botnslag Championship deildarinnar. Plymouth getur vippað sér upp úr fallsæti með sigri.

Úrvalsdeildin
19:30 Aston Villa - Liverpool

Championship
19:45 Luton - Plymouth
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner