Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. maí 2019 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Brahim Diaz vill ekki vera lánaður út
Spænskir fjölmiðlar segja Zidane vera hrifinn af Diaz. Hann telur hann þó ekki alveg tilbúinn fyrir byrjunarliðið hjá Real Madrid.
Spænskir fjölmiðlar segja Zidane vera hrifinn af Diaz. Hann telur hann þó ekki alveg tilbúinn fyrir byrjunarliðið hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára gamli Brahim Diaz gekk í raðir Real Madrid í janúar því hann vildi meiri spiltíma heldur en hann var að fá hjá Manchester City.

Diaz kom þó nánast ekkert við sögu með aðalliði Real þar til undir lok tímabils, þegar Zinedine Zidane var kominn aftur og Meistaradeildarsætið tryggt.

Hann er búinn að byrja fjóra af fimm síðustu leikjum Real í deildinni og hefur þótt standa sig þokkalega. Hann skoraði eina mark liðsins í 3-1 tapi gegn Real Sociedad um síðustu helgi og spilaði fyrstu 60 mínúturnar í tapi gegn Real Betis í dag.

Áform félagsins eru að lána Diaz út á næsta tímabili svo hann öðlist meiri byrjunarliðsreynslu áður en hann fær tækifæri til að vinna sig inn í liðið hjá Real.

Diaz, sem kostaði 15 milljónir evra, er ekki sáttur með ástandið því hann vill spila fyrir Real Madrid. Allar líkur eru þó á því að hann verði að sætta sig við að fara út að láni, enda mörg lið í efstu deild sem vilja fá hann til sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner