Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 14:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bikar bæði á Emirates og Etihad - Engin þyrla
Mynd: Getty Images

Það er mikil eftirvænting fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en það er hart barist fyrir titlinum og í Evrópubaráttu.


Manchester City er með pálmann í höndunum en liðið er með tveggja stiga forystu á Arsenal. En hvar er bikarinn?

Þekkt er að bikarinn fari í ferðalag með þyrlu eftir því hver staðan er í leikjunum en miklar sviftingar geta myndast undir lok leikja.

Í þessu tilfelli þurfa leikmenn ekki að bíða eftir því að þyrlan mæti á svæðið með bikarinn. Það eru nefninlega tveir bikarar, einn á sitthvorum vellinum. City er með bikarinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en Arsenal er með bikar sem úrvalsdeildin notar við ýmis tilefni.

Það er allt til alls á báðum völlunum, medalíur, pallar og allt sem verðlaunaafhendingu fylgir.


Athugasemdir
banner
banner
banner