Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 19. maí 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Það er bara eitt lið sem vinnur og fær verðlaunin
Mynd: EPA
Pep Guardiola á eitt ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Manchester City og var spurður út í framtíðaráformin sín á fréttamannafundi í gær.

Man City tekur á móti West Ham United í lokaumferð enska úrvalsdeildartímabils í dag og nægir sigur til að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á sjö árum.

„Ég er samningsbundinn félaginu í eitt ár í viðbót og ég vil vera hérna á næstu leiktíð. Ég vil ekki fara neitt eins og staðan er í dag," sagði Guardiola. Margir fótboltaaðdáendur telja að önnur félög í enska boltanum eigi afar litla möguleika á að steypa Man City af stalli sínum sem besta lið Englands og víðar á meðan Guardiola verður áfram við stjórnvölinn, en þjálfarinn er ekki sammála þeirri skoðun.

„Þetta er ekki satt, ef þið skoðið með hversu litlum mun við höfum verið að vinna deildina þá gengur þetta ekki upp. Ef við værum alltaf að vinna deildina með 20 stiga mun þá myndi ég samþykkja þetta og segja: 'Já, ég er snillingur, ég er svo góður', en það er ekki raunveruleikinn.

„Titlarnir sem við unnum gegn Liverpool voru ótrúlega naumir og líka núna gegn Arsenal. Það er bara eitt lið sem vinnur og fær verðlaunin á hverju ári og það er kannski ekki alltaf sanngjarnt."


Pep benti einnig á að sagan hjálpar liðum ekki þegar komið er út á fótboltavöllinn í raunverulega heiminum. Það sem hjálpar er undirbúningsvinna og metnaður.

„Við vinnum ekki titilinn í dag útaf því að við höfum unnið titla áður, þetta snýst allt um vinnu og metnað. Við höfum lagt ótrúlega mikla vinnu í þetta tímabil, annars værum við ekki í þessari stöðu sem við erum í. Hver einasti partur af innviðum félagsins hefur lagt sitt af mörkum til að skapa gott tímabil, ekki bara ég og leikmennirnir."
Athugasemdir
banner
banner