Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2020 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Sannfærandi Leiknissigur í Laugardalnum
Lengjudeildin
Leiknir byrjar á þremur stigum.
Leiknir byrjar á þremur stigum.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Þróttur R. 1 - 3 Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic ('8 )
0-2 Daníel Finns Matthíasson ('50 )
0-3 Máni Austmann Hilmarsson ('61 )
1-3 Esau Rojo Martinez ('82 )
Lestu nánar um leikinn

Leiknir úr Reykjavík byrjar Lengjudeildina á sigri, rétt eins og Þór og Keflavík.

Vuk Oskar Dimitrijevic, eða serbneska blómið eins og hann er stundum kallaður, skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu þegar hann ætlaði að senda boltann fyrir. Fyrirgjöf hans rataði alla leið í netið.

Leiknismenn voru með öll tök á leiknum framan af fyrri hálfleik, en undir lok hálfleiksins vildu Þróttarar fá vítaspyrnu þegar Hafþór Pétursson féll í teignum. Egill Arnar, dómari leiksins, dæmdi hins vegar ekki neitt og staðan 1-0 í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Daníel Finns Matthíasson, annar efnilegur leikmaður í liði Leiknis, annað mark Leiknis og kom þeim í 2-0. Máni Austmann Hilmarsson skoraði svo þriðja mark Leiknis tíu mínútum síðar eftir sendingu frá bróður sínum.

Esau Rojo Martinez kom inn af bekknum hjá Þrótti og minnkaði muninn á 82. mínútu, en lengra komust heimamenn ekki og sannfærandi sigur Leiknis staðreynd í kvöld.

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Dramatískur sigur Þórs í opnunarleiknum
Lengjudeildin: Keflavík skoraði fimm gegn Aftureldingu
Athugasemdir
banner
banner
banner