Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann á vörslu í lok fyrri hálfleiks sem er bara geðveik"
Hannesi fagnað í leiknum gegn KR
Hannesi fagnað í leiknum gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Birkir Heimisson, leikmaður Vals, ræddi við Fótbolta.net í gær. Birkir átti afbragðsleik gegn Breiðabliki í 3-1 sigri Vals á miðvikudag.

Hannes Þór Halldórsson átti einnig frábæran leik í marki Vals og bjargaði liðinu oft á tíðum. Birkir var spurður út í Hannes.

Gott að vera með mann sem þú treystir 100%
„Já hann var mjög öflugur í þessum leik. Hannes er búinn að vera góður allt þetta tímabil. Hann á vörslu í lok fyrri hálfleiks sem er bara geðveik," sagði Birkir.

„Hann átti fleiri mjög góðar vörslur, alveg eins og í leiknum á móti KR, þar vinnur hann þrjú stigin fyrir okkur á lokasekúndunni. Það er gott að hafa svona mann fyrir aftan sig, einhver sem þú treystir 100%," bætti Birkir við.

Hannes varði skalla undir lok fyrri hálfleiks og bjargaði þar marki, sýndi þar frábær tilþrif.

Hannes Þór Halldórsson! Aukaspyrna tekinn inn á teig Vals þar sem Höskuldur rís hæst af öllum mönnum og nær föstum skalla sem Hannes gerir frábærlega í að blaka yfir slána og í horn," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner