Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. september 2019 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Dimitar Berbatov leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Dimitar Berbatov er í miklum metum hjá knattspyrnuunnendum um allan heim
Dimitar Berbatov er í miklum metum hjá knattspyrnuunnendum um allan heim
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov í leik með Mónakó
Dimitar Berbatov í leik með Mónakó
Mynd: Getty Images
Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov lagði skóna opinberlega á hilluna í dag eftir afar farsælan feril.

Berbatov er fæddur árið 1981 en hann hóf feril sinn með CSKA Sofia þar sem hann lék með aðalliðinu í þrjú ár áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti hann árið 2001.

Hann hóf tímabilið 2000-2001 með B-liði Leverkusen en vann sig fljótt inn í aðalliðið og skoraði 91 mark í 201 leik fyrir félagið á tíma sínum þar.

Tottenham Hotspur keypti hann árið 2006 og reyndist hann mikill fengur. Hann lék tvö tímabil með liðinu þar sem hann skoraði 46 mörk í 102 leikjum og var síðan keyptur sumarið 2008 til Manchester United.

Berbatov bauð upp á skemmtilega taka hjá United en á fjórum tímabilum sínum þar vann hann ensku úrvalsdeildina tvisvar og deildabikarinn einu sinni. Besta tímabil hans með United var 2010-2011 er hann skoraði 21 mark í 42 leikjum.

Hann var í aukahlutverki tímabilið 2011-2012 en hann skoraði þá 9 mörk í 21 leik og var síðar seldur til Fulham. Berbatov hélt áfram að gera góða hluti og skoraði þar 20 mörk yfir tvö tímabil.

Berbatov lék þá með Mónakó, PAOK og nú síðast Kerala Blasters í Indlandi áður en staðfesti í dag að skórnir væru komnir upp á hillu en hann og Guðjón Baldvinsson voru liðsfélagar hjá Blasters þar sem Hermann Hreiðarsson og David James voru þjálfarar.

Búlgarski framherjinn var frábær með landsliði Búlgaríu en hann skoraði 48 mörk í 78 landsleikjum. Hann var þá valinn búlgarski knattspyrnumaður ársins sjö sinnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner