Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 19. október 2020 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Theódór Elmar og félagar gerðu jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Akhisarspor 0 - 0 Menemenspor
Rautt spjald: F. Bayir, Menemenspor ('92)

Theódór Elmar Bjarnason spilaði fyrstu 72 mínúturnar er Akhisarspor gerði markalaust jafntefli við Menemenspor í B-deild tyrkneska boltans.

Nokkuð jafnræði ríkti með liðunum. Heimaenn í Akhisarspor voru meira með boltann en gestirnir virkuðu hættulegri í sínum sóknaraðgerðum.

Theódór Elmar er mikilvægur hlekkur í liði Akhisarspor þar sem hann er afar fjölhæfur leikmaður sem getur leyst óvenju margar stöður af hólmi.

Akhisarspor er með fimm stig eftir fimm umferðir en á síðustu leiktíð var liðið að berjast um að komast upp í efstu deild. Elmar er 33 ára gamall og rennur út á samningi næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner